Home Fréttir Í fréttum Lögn í iðnaðarhverfi annar ekki stórbruna og úðakerfum

Lögn í iðnaðarhverfi annar ekki stórbruna og úðakerfum

115
0
Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Vatnslagnir í iðnaðarhverfinu á Egilsstöðum þykja of grannar til að þær geti fyllilega annað vatnsþörf slökkviliðs ef þar kæmi upp stórbruni á við þann sem varð í versluninni og þvottahúsinu Vaski fyrir skömmu. Vaskur var nógu utarlega í hverfinu til að hægt væri að leggja slöngur í brunahana í öðrum hverfum.

Þá eru dæmi eru um að fyrirtæki í hverfinu hafi ekki geta sett upp úðakerfi þar sem vatnslagnir í götunni ráða ekki við slíkt.

<>

Fyrirtæki í húsnæði yfir ákveðinni stærð eiga að vera með úðakerfi og fyrirtækið Brúnás sem framleiðir innréttingar er á þeim mörkum. Brúnás fékk þau svör frá HEF veitum að stofnlögn í hverfinu væri of grönn fyrir úðakerfi.

Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri HEF Veitna, segir að ný stofnlögn í iðnaðarhverfinu á Egilsstöðum sé á framkvæmdaáætlun og stefnt að endurnýjun og stækkun næsta sumar.

Heimild: Ruv.is