Home Fréttir Í fréttum Nýjum í­búðum fjölgar en Reykja­vík stendur í stað

Nýjum í­búðum fjölgar en Reykja­vík stendur í stað

142
0
Íbúðum í byggingu fjölgar um 11,7 prósent á milli talninga. Fréttablaðið/Ernir

Í nýrri íbúðatalningu Samtaka iðnaðarins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að framkvæmdir eru hafnar við byggingu 8.113 íbúða á landinu öllu.

<>

Það er fjölgun um 11,7 prósent frá síðustu talningu, en þá voru 7.260 íbúðir í byggingu.

Í Reykjavík eru 2.433 íbúðir í byggingu en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu eru þær 3.263 talsins. Höfuðborgarsvæðið stendur því að baki 70,2 prósentum af öllum íbúðum sem verið er að reisa um þessar mundir.

Sjö af hverjum tíu íbúðum í byggingu eru á höfuðborgarsvæðinu.

Eins og sést á myndinn að ofan eru langflestar íbúðirnar í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en Reykjavík. En í síðustu talningum hefur Reykjavíkurborg verið með flestar íbúðir í byggingu.

Á landsbyggðinni hefur íbúðum í byggingu fjölgað hlutfallslega mest eða um 37,6 prósent frá síðustu talningu.

Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins eru 1.516 íbúðir í byggingu.

Í talningunni er lagt mat á framvindu hverrar íbúðar í þeim tilgangi að fá betri yfirsýn yfir hvenær áætlað er að þær komi á markað.

Út frá talningunni eiga 1.229 íbúðir að vera tilbúnar á þessu ári og 3.169 íbúðir á því næsta.

Þá gera HMS og SI ráð fyrir að 3.240 íbúðir verði fullbúnar árið 2024.

Á höfuðborgarsvæðinu öllu eru, sem fyrr segir, um 5.700 íbúðir í byggingu. Af þeim eru tæplega 4.400 íbúðir komnar lengra en framvindustig eitt. Það gefur til kynna að fullbúnum íbúðum gæti fjölgað á næstu misserum.

Af þeim íbúðum sem eru á seinni framvindustigum eru yfir 90 prósent í fjölbýli.

Heimild: Frettabladid.is