Home Fréttir Í fréttum 04.10.2022 Kópavogsgjáin, uppsetning lampa og stýribúnaðar

04.10.2022 Kópavogsgjáin, uppsetning lampa og stýribúnaðar

141
0
Mynd: Kópavogur

Vegagerðin býður hér með út endurnýjun lýsingar í Kópavogsgjánni, Hafnarfjarðarvegi (40). Um er að ræða niðurrif núverandi lýsingar og lagna, uppsetningu nýrra lampa og stýribúnað.  Vegagerðin leggur til lampa og stýribúnað.

<>

Helstu magntölur eru:

– Niðurtekt lampa                                         227 stk

– Niðurtekt strengstiga                                   740 m

– Niðurtekt strengja                                     2650 m

– Strengstigar                                               485 m

– Uppsetning lampa                                     146 stk

– Lagning strengja                                       5400 m

Áætlað er að ljúka verki fyrir 1. desember 2022.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum 19. september 2022 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 4. október 2022.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.