Home Fréttir Í fréttum Rann­sóknar­vinna fyrir fyrstu lotu Borgar­línu hafin

Rann­sóknar­vinna fyrir fyrstu lotu Borgar­línu hafin

114
0
Starfsfólk verkfræðistofunnar Hnit tekur jarðvegssýni. VEGAGERÐIN

Vegagerðin vinnur nú að jarðvegsrannsóknum og burðarþolsmælingum á höfuðborgarsvæðinu á þeim stöðum þar sem sérrými fyrstu lotu Borgarlínunnar kemur til með að liggja.

<>

Þá hafa jarðsjármælingar verið framkvæmdar til að athuga hvað leynist undir yfirborðinu, svo sem lagnir og eldri mannvirki sem óvíst er með staðsetningu á. Þetta segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar.

„Undanfarnar vikur höfum við verið að bora og taka jarðvegssýni á þeim stöðum þar sem fyrsta lota Borgarlínunnar kemur til með að liggja. Jarðvegssýnin eru síðan rannsökuð á rannsóknarstofu og gerð á þeim viðeigandi próf.

Auk sýnatöku eru framkvæmd svokölluð CPT-próf sem gefa upplýsingar um jarðveginn á staðnum. Með þessu móti fæst góð mynd af því hvernig jarðvegurinn er samsettur. Einnig snúast þessar boranir um að finna hvar komið er niður á fastan botn í jarðlögunum á höfuðborgarsvæðinu, en það er mikilvægt til að geta komið í veg fyrir að jarðvegurinn fari að síga síðar meir,“ er haft eftir Sverri Örvari Sverrissyni, verkefnastjóri á Mannvirkjasviði Vegagerðarinnar.

Þá hafa burðarþolsmælingar verið mældar með falllóðsmælitæki í eigu Vegagerðarinnar. Mælt er á fimmtíu metra bili og aðeins þéttar í kringum gatnamót, að sögn Sverris.

Heimild: Visir.is