Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Ístak skrifar undir tvo nýja verksamninga við Félagsstofnun Stúdenta

Ístak skrifar undir tvo nýja verksamninga við Félagsstofnun Stúdenta

450
0
Á meðfylgjandi mynd sjást þau Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri FS og Karl Andreassen forstjóri Ístaks handsala samninginn.

Síðast liðinn fimmtudag, þann 1. september voru undirritaðir tveir nýjir verksamningar við Félagsstofnun Stúdenta.

<>

Þar er um að ræða nýbyggingu að Lindargötu 44 þar sem byggðar verða 10 nýjar stúdentaíbúðir í þriggja hæða húsi, sirka 570 m2.

Nýbygging við Lindargötu 44

Þetta verk er hafið og á að ljúka þann 31. júlí 2023. Húsið er byggt úr forsteyptum einingum sem verið er að steypa í steypuskála Ístaks.

Jarðvinnu verkstjóri er Barði Kristjánsson og verkstjóri í uppsteypu á sökklum og kjallara er Slawomir Droby. Staðarstjóri er Ingimundur Þorsteinsson.

Leikskóli við Eggertsgötu 12-14, Leikgarði

Síðan er það stækkun á leikskóla við Eggertsgötu 12-14, Leikgarði.

Verkið hefst fljótlega. Verkinu á að ljúka ca 1. sepember 2023. um er að ræða 770 m2 viðbyggingu.

Ingimundur Þorsteinsson verður staðarstjóri.

Heimild: Istak.is