Home Fréttir Í fréttum Íbúðum til sölu fjölgar hratt

Íbúðum til sölu fjölgar hratt

67
0
Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Frá 20. ágúst til 29. ágúst fjölgaði íbúðum til sölu á höfuðborgarsvæðinu um 101 og síðan í lok júlí hefur íbúðum til sölu fjölgað um 313, úr 700 í 1013. Það er 45% aukning á einum mánuði. Þetta kemur fram í frétt á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Lægst fór framboðið í 437 íbúðir í byrjun febrúar á þessu ári. Núna eru í fyrsta sinn síðan vorið 2021 fleiri en 1.000 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu. Þess má hins vegar geta að í maí 2020 voru ríflega 2.200 íbúðir til sölu.

<>

Framboðsaukningin virðist einkum vera til komin vegna eldri íbúða en framboð á nýjum íbúðum hefur vaxið hægar. Líklegasta skýringin er því sú að hægt hafi á sölu vegna minnkandi eftirspurnar.

Það er líka aukið framboð íbúða til sölu utan höfuðborgarsvæðisins en eykst ekki jafn hratt.

Heimild: Ruv.is