Home Fréttir Í fréttum Þrjár eignir í JL-húsinu til sölu

Þrjár eignir í JL-húsinu til sölu

109
0
JL-húsið við Hringbraut 121. Ljósmynd: Aðsend mynd

Þrjár eignir í JL-húsinu hafa verið auglýstar til sölu, en Íslandsbanki keypti þær á 350 milljónir króna í nauðungaruppboði fyrr á árinu.

<>

Þrjár eignir í JL-húsinu hafa verið auglýstar til sölu, en Íslandsbanki keypti eignirnar á 350 milljónir króna í nauðungaruppboði fyrr á árinu.

Um er að ræða rými á jarðhæð fyrir veitingahús og gistirými á fjórðu og fimmtu hæð sem hefur hýst Circle Hostel og þar áður Oddson hótelið sem lokaði haustið 2018.

Rýmið á jarðhæðinni er 1.283 fermetrar og er fasteignamatið skráð á 322 milljónir króna. Gistirýmin á fjórðu og fimmtu hæð eru samtals 1.630 fermetrar og er fasteignamatið á þeim skráð á samtals 315 milljónir króna. Þar af er 1060 fermetra gistiaðstaða á fjórðu hæð og 570 fermetra aðstaða á fimmtu hæð.

Íslandsbanki keypti eignirnar þrjár sem fóru á nauðungaruppboð á samtals 350 milljónir króna í byrjun febrúar á þessu ári. Þar af keypti bankinn veitingarýmið á 167,8 milljónir króna og hótelhluta hússins á samtals 182,2 milljónir króna.

Heimild: Vb.is