ONVK-2015-07 Stækkun lofthreinsistöðvar við Hellisheiðarvirkjun, rafbúnaður
Orka náttúrunnar ohf. óskar eftir tilboðum í útboðsverkið:
Stækkun lofthreinsistöðvar við Hellisheiðarvirkjun, rafbúnaður:
Verktaki mun leggja til allt efni og vinnu til þess að skila af sér fullbúnu verki nema annað sé tekið fram í einstökum verkþáttum.
Verkið felst í eftirfarandi verkþáttum:
Rafbúnaðargámur við lofhreinsistöð
Lofthreinsistöðin er tengd við bráðabirgða rafbúnaðargám. Í verkinu verður gámurinn lagður af og allar tengingar frá gáminum lagðar á endanlega staði inni í lofthreinsistöðinni og í raf- og stjórnbúnaðarrýmum vélar 4 í stöðvarhúsinu.
Lofthreinsistöð
Tvöfalda á afköst lofthreinsistöðvarinnar. Verktaki mun sjá um viðbótartengingar á búnaði við stjórnkerfi og rafkerfi lofhreinsistöðvarinnar auk breytinga á búnaði sem fyrir er.
Raf- og stjórnbúnaðarrými vélar 4
Verkkaupi setja upp nýja 400 V dreifingu og nýja stýrivél fyrir lofthreinsistöðina. Verktaki skal útvega og leggja strengstiga og lagnaleiðir í strengkjallara véla 3 og 4, útvega, leggja og tengja afl- og stýristrengi ásamt því að leggja strengi sem verkkaupi leggur til og koma inn í kjallarann frá lofthreinsistöðvarbyggingunni. Ennfremur skal verktaki kjarnabora göt í gólfplötur og saga út úr gati í vegg og ganga frá götum meðfram strengjum gegnum gólf með brunaþéttingum.
Hola HN-14
Á þessum stað mun verkkaupi bæta við búnaði vegna lofthreinsistöðvarinnar. Verktaki mun sjá um tengingar á þessum búnaði við búnað sem fyrir er.
Verklok heildarverks eru 31.03.2016.
Verkkaupi gerir kröfu um hæfi bjóðanda auk lágmarks meðalveltu og eiginfjárstöðu síðustu þriggja ára, sjá nánar í útboðsgögnum.
Verkinu er nánar lýst í útboðsgögnum nr. ONVK-2015-07.
Tilboð verða opnuð hjá Orku Náttúrunnar ohf. Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, fimmtudaginn 14.01.2016 kl. 11:00.