Home Fréttir Í fréttum Aldrei fleiri fengið úthlutað á stúdentagörðum

Aldrei fleiri fengið úthlutað á stúdentagörðum

169
0
Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Fimm hundruð og fimmtíu stúdentar fengu úthlutað íbúðum á görðum í haustúthlutun Félagsstofnunar stúdenta í ár. Þetta er stærsta úthlutun í sögu stúdentagarðanna en umsækjendur voru 1854.

Biðlistar eftir plássi á stúdentagarða hafa dregist saman á liðnum árum samhliða mikilli uppbyggingu, en á síðustu tveimur árum hefur leigueiningum Félagsstofnunar fjölgað um 312 með opnun Mýrargarðs við Sæmundargötu og nýbyggingu Gamla garðs við Hringbraut.

<>

Félagsstofnun hefur um 1.500 leigueiningar til ráðstöfunar en í þeim búa um 2.000 manns. Alls eru um 650 manns á biðlista eftir íbúðum en þeir voru 790 á sama tíma í fyrra.

Framkvæmdir standa yfir á Hótel sögu þar sem 112 stúdentaíbúðir verða frá og með næsta ári, auk þess sem nýtt hús með tíu íbúðum og samkomusal rís brátt við Lindargötu.

Heimild: Ruv.is