Í dag voru opnuð hjá Vegagerðinni tilboð í tæplega 13 km kafla vegar yfir Dynjandisheiði.
Suðurverk hf í Kópavogi átti lægsta tilboð en það hljóðar upp á 2.455 milljónir króna og er tæpum tveimur prósentum yfir kostnaðaráætlun.
Næstlægsta boð kom frá Íslenskum aðalverktökum 2.653 milljónir króna, sem var 10 prósent yfir áætluðum verktakakostnaði. Þriðja og það hæsta átti Borgarverk í Borgarnesi, 2.994 milljónir króna, sem var 24 prósent yfir kostnaðaráætlun.
Suðurverksmenn þekkja vel til vegagerðar á Vestfjörðum og hafa unnið þar mörg verk á liðnum árum og eru nú að vinna við þverun Þorskafjarðar.
Heimild: BB.is