Home Í fréttum Niðurstöður útboða Emkan ehf. bauð lægst í verkefnið „Viðhald á götum 2022“ hjá Akraneskaupstað

Emkan ehf. bauð lægst í verkefnið „Viðhald á götum 2022“ hjá Akraneskaupstað

357
0
Mynd: Skagafrettir.is

Akraneskaupstaður gerði ráð fyrir rúmlega 95 milljónum kr. í kostnaðaráætlun í viðhald á götum í útboði sem fór fram á dögunum.

<>

Tvö fyrirtæki buðu í verkefnið „Viðhald gatna 2022“ og voru þau bæði talsvert yfir kostnaðaráætlun.

Skipulags – og umhverfisráð lagði til á síðasta fundi ráðsins að gengið verði til samning við Emkan ehf. sem bauð rúmlega 124 milljónir kr. í verkefnið – sem er um 30% yfir kostnaðaráætlun.

Þróttur ehf. bauð einnig í verkefnið og nam tilboðið rúmlega 129 milljónum kr.

Heimild: Skagafrettir.is