Útlit er fyrir að Jáverk hefji byggingarframkvæmdir í Gróttubyggð, nýju hverfi vestast á Seltjarnarnesi í ágúst eða september.
Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, segir að uppbyggingin muni taka fjögur til fimm ár en í fyrri áfanga verða byggðar rúmlega 130 íbúðir og 40 í seinni áfanga.
„Í þessu hverfi verða mjög fjölbreyttar byggingar.
Allt frá einbýlum upp í fjölbýli með 24-26 íbúðum,“ segir Gylfi. „Ég held að þetta verði alveg einstakt hverfi.“
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is