Um er að ræða viðbyggingu við núverandi þjónustukjarna íbúða aldraðra við Egilsbraut 9 og mun viðbyggingin innihalda aðstöðu fyrir starfsmenn og þjónustuþega.
Botnflötur viðbyggingarinnar er 136m2.
Þjónustukjarninn skiptist upp í eitt opið aðalrými sem inniheldur eldhús, borðstofu og setstofu. Eining mun þjónustukjarninn vera með hvíldarherbergi, þjónusturými/starfsmannarými, sjúkrabaðherbergi ásamt geymslu og anddyri.
Að auki er farið í nokkrar breytingar á núverandi húsi s.s. bæta við salerni fyrir eldhússtarfsfólk, breytingar á skrifstofurými
á jarðhæð og útbúa starfsmannarými og baðherbergi í kjallara.
Verklok eru 1. ágúst 2023.
Útboðsgögn verða afhent á útboðvef sem er aðgengilegur hér:
https://olfus.ajoursystem.net/Tender/DirectLink/31436873-5c38-4941-aa73-c3b5ba2a52af
Tilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu Ajour. Tilboð skulu sett fram með þeim hætti sem sett er fram í útboðskerfinu og í samræmi við skilmála útboðs og hlaða upp þeim skrám sem gerð er krafa um.
Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar hann
hefur skilað tilboði. Ef enginn póstur berst, hefur afhending ekki tekist. Bjóðendur skulu í þeim tilfellum leita til Ajournþjónustuaðila án tafar. Bjóðandi ber ábyrgð á að tilboð berist á réttum tíma og er hvattur til að hefja tímanlega vinnu við að
skila því inn.
Skilafrestur tilboðs er til kl. 11:00 miðvikudaginn 1. júní 2022.
Komi upp erfiðleikar við að ná í gögn eða hlaða upp tilboði er bjóðendum bent á ráðgjafa útboðsvefsins til að fá aðstoð í síma 519 1777
Opnun tilboða verður framkvæmd með rafrænum hætti á útboðsvefnum eftir að skilafrestur tilboða er liðinn. Bjóðendumverður því ekki boðið að mæta á opnunarfund en í kjölfar opnunar tilboða verður bjóðendum sent opnunaryfirlit rafrænt.
Byggingarfulltrúi Ölfus