Helgi Mar Hallgrímsson, arkitekt hjá Arkþingi/Nordic, segir markmiðið hafa verið að búa til aðlaðandi ramma um mannlíf við Akureyrarhöfn og tengja bæinn enn betur við sjóinn.
Veitingahús, sjósport og fjölnota viðburðatorg
„Við erum að gera ráð fyrir fjölbreyttri starfsemi, veitingahúsum, kaffihúsum, aðstöðu fyrir sjósport, eins og kajak og sjósund,“ segir hann. „Við erum að gera ráð fyrir upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip, og kjarninn í þessu er svona fjölnota viðburðatorg þar sem getur verið ýmislegt. Jólamarkaður, skautasvell, hægt að renna sér á hjólabretti.
Rammi fyrir fjölbreytt mannlíf og menningu
Því sé með tillögunni reynt að búa til ramma fyrir fjölbreytt mannlíf og menningu árið um kring. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir að gengið verði til samstarfs við Arkþing/Nordic um frekari hönnun Torfunefssvæðisins og skipulag næstu mánuði.
Heimild: Ruv.is