Home Fréttir Í fréttum Borgarlína í framkvæmd á næsta kjörtímabili

Borgarlína í framkvæmd á næsta kjörtímabili

157
0
Frá viðburði Samfylkingarinnar í Gamla bíó í dag. mbl.is/Óttar

„Ég held að þetta séu rosa­lega mik­il­væg­ar kosn­ing­ar vegna þess að á næsta kjör­tíma­bili fara borg­ar­lín­an og Miklu­braut­ar­stokk­ur í fram­kvæmd, marg­ar fram­kvæmd­ir klár­ast en aðrar fara í gang,“ seg­ir Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri í sam­tali við mbl.is.

<>

Sam­fylk­ing­in í Reykja­vík kynnti kosn­inga­áhersl­ur sín­ar fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar í Gamla bíó í dag.

„Ég held að það sé hætt við því að marg­ar fram­kvæmd­ir tefj­ist ef fólk sem er með óljósa framtíðar­sýn kemst að, og ef ein­hver ætl­ar sér að koll­varpa stefn­unni er hætt við því að hús­næðis­upp­bygg­ing tefj­ist, taf­irn­ar í um­ferðinni verði meiri og það verði dýr­ara,“ seg­ir hann.

Kalla eft­ir hús­næðis­sátt­mála

Spurður um helstu stefnu­mál seg­ir Dag­ur mikla áherslu lagða á hús­næðismál­in.

„Við erum að tvö­falda þær lóðir sem eru til ráðstöf­un­ar á næstu fimm árum og tvö­falda upp­bygg­ing­una sem get­ur orðið. Við leggj­um áherslu á að hluti henn­ar verði óhagnaðardrif­inn á veg­um fé­laga sem eru þá að byggja fyr­ir tekju­lægri, stúd­enta og eldra fólk,“ seg­ir hann.

„Hús­næðismál­in eru stór hjá okk­ur og við köll­um eft­ir hús­næðis­sátt­mála fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið. Við höf­um góða reynslu af því að hafa gert sam­göngusátt­mála.“

Þá eru mál­efni barna og barna­fólks of­ar­lega á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. „Við vilj­um hækka frí­stunda­kortið í 75 þúsund á ári og 100 þúsund fyr­ir þá sem eru tekju­lægst­ir til að tryggja jafnt aðgengi allra að frí­stund­um,“ seg­ir Dag­ur.

Um­ferðin færi í hnút án borg­ar­línu

„Við leggj­um áherslu á að fjár­festa í hverf­un­um okk­ar þar sem fólkið býr en ekki að færa fókus­inn og fjár­magnið út í hverfi þar sem eng­inn býr. Eitt af nei­kvæðu atriðunum við að dreifa byggð er að þá dreif­um við fjár­magn­inu líka, við vilj­um fjár­festa í íþrótta­mann­virkj­um, sund­laug­um og slíku í nú­ver­andi hverf­um.“

Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, boðaði ný­lega upp­bygg­ingu í Keldna­landi sem Dag­ur gagn­rýndi á face­book-síðu sinni. Seg­ir hann ekki raun­hæft að byggja upp þar á næstu fimm árum.

„Til þess að um­ferðin fari ekki öll í hnút þá þarf að koma borg­ar­lína fyrst og það er svo mik­il­vægt að átta sig á að þetta þarf að ger­ast í þess­ari röð. Ann­ars bæt­um við bara um­ferð inn á Miklu­braut á morgn­ana og seinni part­inn og það er ekki á það bæt­andi.“

Óviss um sam­starf með Fram­sókn

Dag­ur seg­ist ekki viss um hvort hann sjái fram á sam­starf með Fram­sókn­ar­flokkn­um.

„Mér finnst Fram­sókn svo­lítið verða að svara því í hvorn fót þau ætla að stíga, til dæm­is í skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­mál­um, þau eru svo­lítið að segja bæði þétta og dreifa og þetta er bara ekki nógu skýrt,“ seg­ir hann.

„Meiri­hlut­inn sem hef­ur setið núna er með ofboðslega skýra sýn og bú­inn að leggja drög að framtíðinni og hægt er að byggja á fjölda þétt­ing­ar­reita þannig að mér finnst að Fram­sókn þurfi bara að gera svo­lítið hreint fyr­ir sín­um dyr­um í þess­um mál­um áður en ég get svarað því.“

Er eitt­hvað sem hefði mátt fara bet­ur á kjör­tíma­bil­inu hjá meiri­hlut­an­um?

„Auðvitað vill maður að það sem er gott og mik­il­vægt ger­ist enn hraðar en það er bú­inn að vera slík­ur kraft­ur í ýmsu þrátt fyr­ir Covid og um tíma hafði ég áhyggj­ur af því að það myndi tefja fyr­ir íbúðaupp­bygg­ingu og öðru slíku en þvert á móti sjá­um við að þetta eru al­gjör metár í slíkri upp­bygg­ingu,“ svar­ar Dag­ur.

„Nú horfi ég bara bjart­sýnn fram á betra vor og að svo komi sum­ar sem verði al­veg frá­bært í borg­inni.“

Heimild: Mbl.is