Til stendur að leggja bundið slitlag á tæplega fimm kílómetra vegakafla milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar fáist til þess leyfi.
Vegagerðin hefur í það minnsta sótt um framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu á 4,9 km kafla í en bb.is vekur athygli á því í dag.
Þar segir jafnframt að skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar hafi tekið erindið fyrir og leggi til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt.
Ef af verður gætu verklok orðið í september 2023 en áætlað er að leggja bundið slitlag á tvo kílómetra á þessu ári og þrjár kílómetra á næsta ári.
Umtalsverðar skemmdir hafa orðið á veginum á síðustu árum en þar hefur umferð flutningabíla aukist talsvert með auknum umsvifum í atvinnulífinu á svæðinu.
Heimild:Mbl.is