Úr fundargerð Bæjarráðs Garðabæjar þann 01.03.2022
Opnun tilboða vegna þjónustu iðnaðarmanna á sviði rafiðnaðar
Eftirfarandi tilboð bárust í þjónustu iðnaðarmanna á sviði rafiðnaðar.
Svæði 1 Svæði 2 Svæði 3
Rafmagnsþjónustan ehf. 17.576.250 17.415.000 17.324.700
Raf og tæknilausnir ehf. 21.950.000 21.950.000 21.950.000
Rafafl ehf. 31.500.000 31.500.000 31.500.000
Eco Raf 23.835.000 23.154.000 26.105.000
TG Raf ehf. 21.371.246 21.371.246 21.371.246
Raflýsing ehf. 17.630.000 17.630.000 19.350.000
Fagtækni ehf. 26.389.652 26.389.652 26.389.652
Rafsetning ehf. 22.016.450 22.623.800 22.623.800
Rafboði ehf. 15.695.650 15.695.650 15.695.650
Rafstoð ehf. 21.889.400 22.412.500 20.785.000
Rafsel ehf. 21.553.000 21.553.000 21.553.000
Á opnunarfundi fór fulltrúi Rafmagnsþjónustunnar ehf. fram á að bókað væri áður en tilboð voru opnuð að útboðið hafi verið kært til kærunefndar útboðsmála en niðurstaða kærumálsins liggur ekki fyrir.
Kæran var tekin fyrir á fundi bæjarráðs sem haldinn var 1. febrúar 2022 og var samþykkt að fela Andra Árnasyni, lögmanni að gæta hagsmuna bæjarins í málinu. Engar athugasemdir komu fram eftir opnun tilboða.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Rafboða ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðsla málsins.