Útboð á steinefni fyrir malbik og jöfnunarlag 2022-2024
Umhverfis- og mannvirkjasvið, fyrir hönd Akureyrarbæjar, óskar eftir tilboðum í steinefni fyrir malbik og jöfnunarlag fyrir árin 2022-2024 með möguleika á framlengingu árið 2025. Heildarmagn er um 18.000 tonn fyrir árið 2022.
Helstu magntölur:
Grófur sandur 0-11 mm 500 tonn
Salli 0-8 mm 4.300 tonn
Perla 8-11 mm 900 tonn
Perla 11-16 mm 500 tonn
Jöfnunarlagsefni 0-22 3.700 tonn
Jöfnunarlagsefni 0-63 2.200 tonn
Yfirborðsefni (salli) 0-2 mm 800 tonn
Mölun malbiksafganga 5.000 m³
Útboðið er boðið út á EES svæðinu og er tungumál útboðsins íslenska.
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi á útboðsvef Akureyrarbæjar, frá og með 8. febrúar 2022
Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar fyrir kl. 10:00 fimmtudaginn 10. mars 2022 og verða tilboð opnuð á sama tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.