Home Fréttir Í fréttum Hönnun farsóttardeildar tilbúin

Hönnun farsóttardeildar tilbúin

106
0
B1 deildin á Landspítalanum í Fossvogi er á jarðhæð í álmunni sem er næst á myndinni. Er hún talin vænlegasti kosturinn fyrir farsóttadeild með tilliti til staðsetningar og fyrir einangrun, en bæði er hægt að ganga inn á deildina frá miðjuhúsi sem og inn um inngang á hlið álmunnar. mbl.is/Jón Pétur

Hönn­un nýrr­ar far­sótta­deild­ar er til­bú­in og áætlað er að hún verði á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi. Þetta staðfest­ir heil­brigðisráðherra, en hann seg­ist ekki vita til ann­ars en að vinna við deild­ina sé í full­um gangi og unnið sé sam­kvæmt áætl­un um að fram­kvæmd­um við deild­ina ljúki á 5-7 mánuðum.

<>

Alþingi samþykkti nú í árs­lok fjár­fram­lög til opn­un­ar og rekst­urs far­sótt­ar­deild­ar á spít­al­an­um. Alls ríf­lega millj­arður á ár­inu 2022. Bæði heil­brigðisráðherra og sótt­varna­lækn­ir hafa und­an­farið talað um að stefnt sé að aflétt­ing­um allra sótt­varn­aráðstaf­ana á næst­unni og sagði Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra á föstu­dag­inn að m.v. stöðuna í dag gæti það orðið um næstu mánaðar­mót.

Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Er þá þörf á deild sem þess­ari núna?

„Já það var metið þannig að þörf væri á þess­ari deild og ég tel að það hafi ekki breyst,“ seg­ir Will­um í sam­tali við mbl.is og bæt­ir við að upp­bygg­ing henn­ar og rekst­ur séu fjár­mögnuð á fjár­lög­um þessa árs.

Eins og mbl.is greindi frá í síðasta mánuði var gert ráð fyr­ir að deild­in yrði staðsett á deild B1 í Foss­vogi, en hún hýs­ir í dag sjúkraþjálf­un, iðjuþjálf­un, sál­gæslu (kap­ellu og skrif­stofu sjúkra­húsprests) og einnig dag­deild fyr­ir B7-deild­ina.

Þar yrði bæði legu­deild og dag- og göngu­deild­arþjón­usta. Var horft til þeirr­ar staðsetn­ing­ar m.t.t. ein­angr­un­ar og aðgeng­is. Ekki var þó ljóst hvað yrði um þá þjón­ustu sem er þar fyr­ir.

Í fram­hald­inu ræddi mbl.is við yf­ir­sjúkraþjálf­ara Land­spít­al­ans sem sagði að eng­ine lausn lægi fyr­ir en að finna þyrfti pláss. Sagði hún erfitt að ímynda sér að starf­sem­in fær­ist í hús­næði utan Land­spít­al­ans í Foss­vogi enda sinni starfs­fólkið sjúk­ling­um sem þar liggi inni, eins og annað heil­brigðis­starfs­fólk sem þar starfar.

Heimild: Mbl.is