Home Fréttir Í fréttum Verk­fræðistof­ur sam­ein­ast í nýtt þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki

Verk­fræðistof­ur sam­ein­ast í nýtt þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki

134
0

Verk­fræðistof­urn­ar VSI, ör­ygg­is­hönn­un og ráðgjöf og VJI, Verk­fræðistofa Jó­hanns Indriðason­ar, hafa sam­ein­ast í nýtt þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki sem mun ásamt al­mennri verk­fræðiþjón­ustu bjóða viðskipta­vin­um sín­um víðtæka rekstr­ar­ráðgjöf ásamt ráðgjöf á sviði ör­ygg­is­mála og vinnu­vernd­ar.

<>

All­ir  starfs­menn fyr­ir­tækj­anna, 34 frá VJI og 9 frá VSI munu vinna hjá sam­einaða fyr­ir­tæk­inu og all­ir samn­ing­ar og skuld­bind­ing­ar við viðskipta­vini verða með óbreyttu sniði. Nú­ver­andi starfs­stöðvar VJI og VSI verða nýtt­ar áfram þar til hent­ugt hús­næði finnst fyr­ir starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins.

Magnús Krist­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri VJI, verður fram­kvæmda­stjóri sam­einaða fyr­ir­tæk­is­ins og Jakob Kristjáns­son sem var fram­kvæmda­stjóri VSI verður sviðsstjóri Örygg­is­sviðs.

Í til­kynn­ingu seg­ir að leiðir þess­ara verk­fræðistofa hafi margoft legið sam­an við flók­in hönn­un­ar­verk­efni og marg­vís­leg­ar verk­fræðileg­ar úr­lausn­ir, enda hafi meg­in áhersl­ur þeirra verið á ólík­um sviðum verk­fræðinn­ar.

VJI hef­ur frá stofn­un fyr­ir­tæk­is­ins 1960 sér­hæft sig í verk­fræði- og rekstr­ar­ráðgjöf auk al­mennr­ar verk­efna­stjórn­un­ar. VSI var stofn­sett árið 1987 til að svara kröf­um markaðar­ins um fag­lega og óháða ráðgjöf í ör­ygg­is­mál­um í víðasta skiln­ingi þess orðs.

Mark­miðið með sam­ein­ingu fyr­ir­tækj­anna er að veita viðskipta­vin­um þeirra aðgang að breiðari þekk­ingu og allri al­mennri verk­fræðiþjón­ustu á ein­um stað að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu. Um leið á að halda í ein­kenni minni fyr­ir­tækja sem byggja á ein­föld­um boðskipt­um, stutt­um svar­tíma og per­sónu­legri þjón­ustu.

Efnt hef­ur verið sam­keppni um nafn á hinu sam­einaða fyr­ir­tæki meðal starfs­manna þess.

Heimild: Mbl.is