Home Fréttir Í fréttum Fjórar nýjar brýr í Elliðaárdal og 6 km af stígum

Fjórar nýjar brýr í Elliðaárdal og 6 km af stígum

183
0
Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Stefnt er að því að ráðast í fjög­ur ný verk­efni sem snúa að göngu- og hjóla­stíg­um í Reykja­vík á þessu ári, en áður hafði verið kynnt um níu verk­efni sem eru í gangi eða þar sem vinna mun halda áfram.

<>

Sam­tals verður 1,35 millj­örðum varið í þessi verk­efni á ár­inu, en nýju fram­kvæmd­irn­ar fjór­ar eru sam­tals tæp­lega 6 km að lengd auk tveggja brúa yfir Elliðaárn­ar. Aðrar tvær brýr voru þegar á teikni­borðinu.

Hér verða skoðaðar þess­ar nýju fram­kvæmd­ir sem skipu­lags- og sam­gönguráð borg­ar­inn­ar veitti í vik­unni heim­ild til áfram­hald­andi und­ir­bún­ings, verk­hönn­un og gerð útboðsgagna fyr­ir.

Einnig verður farið yfir hinar átta fram­kvæmd­irn­ar sem eru í gangi, en mbl.is ræddi við Guðbjörgu Lilju Er­lends­dótt­ur, starf­andi sam­göngu­stjóra borg­ar­inn­ar um tím­aramma í kring­um hverja fram­kvæmd fyr­ir sig.

Yf­ir­lit­skort sem sýn­ir fram­kvæmd­ir á göngu- og hjóla­stíg­um þar sem hef­ur verið samþykkt að halda áfram með eða eru jafn­vel komn­ar af stað.

Mbl.is fjallaði á síðasta ári um stærri hjóla­fram­kvæmd­ir sem Vega­gerðin ætl­ar að ráðast í á ár­inu. Er þar um að ræða brú yfir Dimmu, sem fjallað verður um hér að neðan, auk fjög­urra annarra verk­efna.

Lesa má nán­ar um þau verk­efni hér. Þá er ótalið að stefnt er að því að fram­kvæmd­ir við brú yfir Foss­vog hefj­ist á ár­inu, en hún verður hugsuð fyr­ir gang­andi, hjólandi og al­menn­ings­sam­göng­ur.

Skóg­ar­hlíð, frá Litlu­hlíð að Miklu­braut

Síðasta árið hafa verið í gangi fram­kvæmd­ir við Litlu­hlíð, und­ir Öskju­hlíð, þar sem ný und­ir­göng eru nú kom­in und­ir göt­una, en þar er bæði göngu- og hjóla­leið, en stíg­ar liggja nú þegar áfram til aust­urs upp Veður­stofu­hæðina og út Bú­staðar­veg. Verk­efnið sem nú á að taka áfram er hins veg­ar hvað tek­ur við í norðvesturátt, þ.e. út Skóg­ar­hlíðina.

Gert er ráð fyr­ir að göngu- og hjóla­stíg­ur­inn sem kem­ur af Veður­stofu­hæðinni og er búið að leiða í gegn­um und­ir­göng und­ir Litlu­hlíð haldi áfram niður Skóg­ar­hlíð, fram­hjá Þórodds­stöðum og mosk­unni. Teikn­ing/​Efla

Sam­kvæmt kynn­ingu vegna máls­ins er gert ráð fyr­ir að end­ur­hanna bíla­stæðalóð og breyta lóðarmörk­um við Þóroddsstaði og mosk­una í Skóg­ar­hlíð til að stíg­ur­inn geti legið niður meðfram mest­allri aust­ur­hlið Skóg­ar­hlíðar.

Til viðbót­ar á einnig að bæta stíga­teng­ingu milli Eski­hlíðar og yfir í Skóg­ar­hlíð/​Flug­vall­ar­veg. Sam­tals er gert ráð fyr­ir um 190 millj­ón­um  vegna þessa fram­kvæmda, en lengd stíg­anna verður um 600 metr­ar.

Guðbjörg seg­ir að von­ir séu bundn­ar við að fram­kvæmd­ir hefj­ist í sum­ar þó það sé sett fram með fyr­ir­vara. Hún seg­ir jafn­framt að fram­kvæmd­irn­ar muni ekki klár­ast á þessu ári.

Kem­ur þetta sam­hliða til­lög­um sem unnið er að með nýtt hverf­is­skipu­lag í Hlíðar­hverfi, en þar hef­ur meðal ann­ars verið horft til þess að auka byggð við norður­hluta Skóg­ar­hlíðar, breyta legu neðsta hluta Bú­staðar­veg­ar og gera Skóg­ar­hlíð að borg­ar­götu með stór­markaði. Allt teng­ist það jafn­framt áform­um um að leggja Miklu­braut í stokk.

Stíg­arn­ir eiga að liggja niður Skóg­ar­hlíðina, en þar verður meðal ann­ars auðvelt að tengj­ast inn á stíg sem ligg­ur að und­ir­göng­um í átt að Vals­heim­il­inu.Við enda Skóg­ar­hlíðar er svo áformuð upp­bygg­ing sam­hliða lagn­ing­ar Miklu­braut­ar í stokk. Teikn­ing/​Efla

Elliðaár­dal­ur

Í Elliðaár­dal er nú gert ráð fyr­ir nýj­um og end­ur­bætt­um göngu- og hjóla­stíg í efri hluta dals­ins. Á hann að liggja að mestu þar sem nú­ver­andi stíg­ur ligg­ur sunn­an meg­in við Elliðaárn­ar frá brúnni fyr­ir neðan Fylk­is­svæðið (Vatns­veitu­brú) og að folf-vell­in­um fyr­ir neðan Fella- og Hóla­kirkju.

Þar verður farið yfir árn­ar á nýj­um stíg og brú og tengt við nú­ver­andi stíg sem er norðan við árn­ar. Á leiðinni er nokkuð brött brekka beint eft­ir Vatns­veitu­brúna, með um 7-10% halla. Gert er ráð fyr­ir að sveigja aðeins frá ánni á þeim kafla og draga úr hall­an­um. Er um sam­tals 1,5 km leið að ræða sem verður skipt í tvo áfanga. Kostnaður við stíga­gerðina án brú­ar er áætlaður um 200 millj­ón­ir.

Nýi stíg­ur­inn á að liggja frá Vatns­veitu­brúnni sunn­an við Elliðaár til að byrja með, en þvera þær svo í Grænu­gróf og tengj­ast inn á stíg­inn norðan meg­in. Teikn­ing/​Verk­fræðistofa Bjarna Viðars­son­ar

Brú­in í miðjunni verður í svo­kallaðri Grænu­gróf, en sam­kvæmt for­hönn­un verk­efn­is­ins sem sést í kynn­ingu verður um lág­reista brú að ræða með aðskild­um stíg fyr­ir gang­andi- og hjólandi og verður nátt­úra og um­hverfi brú­ar­inn­ar sett í fyrsta sæti við hönn­un­ina. Gert er ráð fyr­ir að brú­in verði sam­tals um 60 metr­ar að lengd og að kostnaður verði um 220 millj­ón­ir.

Brú­in yfir Elliðaárn­ar við Grænu­gróf sam­kvæmt for­hönn­un. Teikn­ing/​Verk­fræðistofa Bjarna Viðars­son­ar

Við Dimmu er svo gamla vatns­veitu­stokks­brú­in, en þar eru sitt hvoru meg­in nokkuð bratt­ar tröpp­ur sem geta reynst var­huga­sam­ar, sér­stak­lega í hálku, auk þess að geta reynst fólki í hjóla­stól­um eða með barna­kerr­ur tals­verður far­ar­tálmi.

Sam­kvæmt nýju áætl­un­inni er gert ráð fyr­ir lág­reistri brú með aðskild­um stíg­um fyr­ir gang­andi og hjólandi. Mynd­irn­ar sem birt­ar eru með þess­ari frétt eru úr for­hönn­un, en sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is má bú­ast við nýrri út­færslu og teikn­ing­um á næstu vik­um. Gert er ráð fyr­ir að brú­in verði um 50 metr­ar að lengd og að kostnaður verði um 220 millj­ón­ir með stíga­teng­ing­um.

Guðbjörg seg­ir að stíga­gerð fyr­ir neðan Vatns­veitu­brú og að stíflu séu langt komn­ar og klárist í sum­ar, en að öll­um lík­ind­um verði einnig byrjað á fyrri áfanga stígs­ins frá Vatns­veitu­brú upp að Grænu­gróf. Brú­in þar yfir og seinni áfang­inn fái hins veg­ar að fara inn á næsta ár. Varðandi brú yfir Dimmu seg­ir hún að vænt­ing­ar bæði borg­ar­inn­ar og Vega­gerðar­inn­ar séu að fram­kvæmd­ir hefj­ist á seinni hluta árs­ins og klárist árið 2023.

Brú yfir Dimmu, rétt fyr­ir neðan Breiðholts­braut­ina. Fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir eru fyr­ir lok árs­ins. Gert er ráð fyr­ir nýrri út­færslu á næstu vik­um og er mynd­in því aðeins til hliðsjón­ar hér. Teikn­ing/​Verkís
Teng­ing­ar við brúna yfir Dimmu gætu litið svona út, en upp­færðar teikn­ing­ar munu birt­ast á næstu vik­um. Teikn­ing/​Verkís

Arn­ar­nes­veg­ur/​Breiðholts­braut

Rétt fyr­ir ofan Dimmu er gert ráð fyr­ir að göngu- og hjóla­stíg­ur­inn þar teng­ist inn á nýja brú sem reisa á yfir Breiðholts­braut­ina vegna lagn­ing­ar Arn­ar­nes­veg­ar frá Rjúpna­vegi að Breiðholts­braut. Er gert ráð fyr­ir sér­stök­um göngu- og hjóla­stíg yfir brúnna sam­síða ak­andi um­ferð og alla leið að Rjúpna­vegi, sam­tals um 2,3 km. Í kynn­ing­unni kem­ur reynd­ar fram að í skoðun sé að gera svo­kallað vist­lok í stað brú­ar, en hægt er að lesa nán­ar um hug­mynda­fræði vist­loka í þess­ari frétt. Áætlaður kostnaður vegna þessa verk­efn­is er áætlaður um 400 millj­ón­ir.

Sam­kvæmt Guðbjörgu helst þessi fram­kvæmd í hönd við lagn­ingu Arn­ar­nes­veg­ar­ins. Seg­ir hún að stíga­gerðin sé alla jafna aft­ar­lega í ferl­inu og að ekki sé gert ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir við þá hefj­ist á þessu ári.

Með lagn­ingu Arn­ar­nes­veg­ar frá Rjúpna­vegi að Breiðholts­braut er einnig gert ráð fyr­ir aðskild­um göngu- og hjóla­stíg. Á hann meðal ann­ars að fara yfir Breiðholts­braut­ina, eins og sést á mynd­inni, og tengj­ast inn á stíga­kerfið í Elliðaár­dal, bæði upp í Fella­hverfi og niður í Dimmu.

Krók­háls – Drag­háls

Í Hálsa­hverf­inu í Árbæ er gert ráð fyr­ir nýj­um hjóla­stíg í gegn­um hverfið. Á hann að liggja frá Höfðabakka, fyr­ir ofan Mjólk­ur­sam­söl­una, inn á Drag­háls norðan meg­in. Á stíg­ur­inn að liggja út Drag­háls og yfir end­ur­bætt gatna­mót við Hálsa­braut og yfir á Krók­háls og að göngu­stíg við und­ir­göng­in sem liggja und­ir Suður­lands­veg í átt að Grafar­holti. Er þetta sam­tals 1,3 km leið og er í skoðun að fram­kvæma hana í tveim­ur áföng­um. Sam­tals er gert ráð fyr­ir að kostnaður vegna verk­efn­is­ins verði um 110 millj­ón­ir. Guðbjörg seg­ir þessa fram­kvæmd komna skem­ur í und­ir­bún­ingi en marg­ar aðrar og að ekki sé gert ráð fyr­ir að þær hefj­ist á þessu ári, ef frá er talið að mögu­lega verði byrjað á stíg­um næst und­ir­göng­un­um und­ir Suður­lands­veg.

Þessi mynd sýn­ir í raun þrjár mynd­ir. Efsta mynd­in er lengst til vest­urs og sýn­ir teng­ingu frá Höfðabakka inn á Drag­háls og yfir Bitru­háls. Miðmynd­in sýn­ir svo fram­haldið út Drag­háls og yfir nýja út­færslu gatna­móta við Hálsa­braut. Neðsta mynd­in sýn­ir svo stíg­ana meðfram Krók­hálsi

Verk­efni sem þegar hafa verið kynnt eða eru í fram­kvæmd

Sörla­skjól – Faxa­skjól

Leggja á nýj­an göngu- og hjóla­stíg frá Ægissíðu sam­síða Faxa­skjóli og svo Sörla­skjóli að gatna­mót­um Nes­veg­ar. Sam­tals er það 740 m stíg­ur. Deili­skipu­lag er í aug­lýs­ingu en Guðbjörg seg­ir óraun­hæft að vænta þess að fram­kvæmd­ir hefj­ist á þessu ári.

Ný göngu- og hjóla­leið meðfram Faxa­skjóli og Sörla­skjóli er í far­vatn­inu. Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir hefj­ist á næsta ári.

Ánanaust

Leggja á nýj­an göngu­stíg við Ánanaust sem verður 850 metr­ar og hjóla­stíg sem verður 350 metr­ar. Á göngu­stíg­ur­inn að ná frá versl­un Ell­ing­sen, norðan við Sorpu og Olís­stöðina og út að klóak­hreins­istöðinni og tengj­ast þar nú­ver­andi göngu­stíg. Með hjóla­stíg­inn á að bæta upp í nú­ver­andi stíg sem ligg­ur nær Ánanaust­um og inn á hjóla­stíg­inn sem ligg­ur frá hring­torg­inu við JL-húsið áfram vest­ur Eiðis­grand­ann. Guðbjörg seg­ir að beðið sé eft­ir grjóti í sjóvarn­argarðinn til að geta komið stíg­un­um fyr­ir, en að von­ast sé eft­ir að fram­kvæmd­ir fari af stað á ár­inu.

Raf­stöðvarveg­ur frá Topp­stöð að Bílds­höfða

Þessi stíg­ur mun liggja frá göngu- og hjóla­brúnni yfir Elliðaárn­ar við Topp­stöðina í norður átt und­ir Miklu­braut og að Bílds­höfða þar sem teng­ing verður við stíga sem liggja meðfram Elliðaár­vog­um sitt hvoru meg­in. Sam­tals er þetta 570 m leið og ger­ir Guðbjörg ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir klárist á þessu ári.

Teng­ing frá Bílds­höfða und­ir Miklu­braut og að Topp­stöðinni. Vinstri mynd­in sýn­ir hvar stíg­ur­inn á að liggja frá Bílds­höfðanum að gamla hita­veitu­stokkn­um og sú síðari frá stokkn­um að Topp­stöðinni.

Þver­ár­sel

Leggja á sam­eig­in­leg­an göngu- og hjóla­stíg, um 500 m lang­an sam­síða Þver­ár­seli og við ÍR-heim­ilið. Seg­ir Guðbjörg þetta tengj­ast gatna­gerð við Álfa­bakka vegna upp­bygg­ing­ar í Suður-Mjódd. Seg­ist hún gera ráð fyr­ir þess­ari fram­kvæmd á ár­inu. Jafn­framt tek­ur hún fram að stíg­ur­inn sem ligg­ur sam­síða Reykja­nes­braut­inni á þess­um stað og teng­ir Kópa­vog og Mjódd verði áfram til staðar eft­ir að fram­kvæmd­um í Suður-Mjódd lýk­ur. Þar verður sér stíg­ur fyr­ir hjólandi veg­far­end­ur og sér stíg­ur fyr­ir gang­andi veg­far­end­ur í sam­ræmi við deili­skipu­lag.

Við ÍR-heim­ilið við Þver­ár­sel er gert ráð fyr­ir sam­eig­in­leg­um göngu- og hjóla­stíg.

Gufu­nes

Lagn­ing á 450 m blönduðum göngu- og hjóla­stíg frá ný­bygg­inga­svæðinu í Gufu­nesi upp að gatna­mót­um Borg­ar­veg­ar og Stranda­veg­ar, en þar byrj­ar Hall­steins­garður (lista­verkag­arður­inn). Stíg­ur­inn teng­ir nýju byggðina í Gufu­nesi við stíga­kerfi Grafar­vogs. Guðbjörg seg­ir að til­boð í fram­kvæmd­ina hafi verið opnuð 12. janú­ar og að fram­kvæmd­ir hefj­ist strax að lokn­um samn­ing­um. Gert sé ráð fyr­ir að þeim ljúki um mitt sum­ar.

Rétt­ar­holt, Rétt­ar­holts­veg­ur að Soga­vegi

Heild­ar­vega­lengd fram­kvæmd­ar­inn­ar er um 1,7 km frá Háa­leit­is­braut að Soga­vegi meðfram hita­veitu­stokkn­um. Þegar er búið að leggja um 1 km, en Guðbjörg seg­ir að gert sé ráð fyr­ir að leggja stíg­inn milli Rétt­ar­holts­veg­ar og Tungu­veg­ar á þessu ári en verið sé að skoða hvort það ná­ist niður að Soga­vegi.

Sam­eig­in­leg­ur göngu- og hjóla­stíg­ur meðfram hita­veitu­stokkn­um á Rétt­ar­holti. Áfangi 1 og 2 eru þegar klár­ir, frá Háa­leit­is­braut að Rétt­ar­holts­vegi, en fara á í áfanga þrjú á þessu ári.

Elliðaár­dal­ur – Hita­veitu­stokk­ur

Gamli hita­veitu­stokk­ur­inn yfir Elliðaárn­ar, rétt fyr­ir ofan Miklu­braut­ar­brúna, var fjar­lægður ný­lega í fram­kvæmd­um Veitna á svæðinu. Voru lagn­ir lagðar í jörð og þótti ekki ör­uggt að hafa stokk­inn áfram án viðhalds. Leggja á nýj­an 250 m stíg þar sem stokk­ur­inn lá áður, en auk þess þarf tvær brýr. Guðbjörg seg­ir að um sé að ræða leið sem sé aðallega hugsuð sem göngu­leið og býst hún við að lokið verði við stíga­gerðina í ár, en að brýrn­ar komi seint á þessu ári eða því næsta.

Hita­veitu­stokk­ur­inn yfir Elliðaárn­ar er far­inn og leggja á nýj­an göngu­stíg þar yfir, en til þess þarf tvær brýr. Fram­kvæmd­ir á þessu ári og því næsta.

Gatna­mót Háa­leit­is­braut­ar og Bú­staðavegs

Við gatna­mót Háa­leit­is­braut­ar og Bú­staðavegs, fyr­ir ofan Land­spít­al­ann í Foss­vogi, á að koma upp aðskild­um göngu- og hjóla­leiðum auk teng­inga við aðliggj­andi stíga. Er þetta meðal ann­ars eitt af síðari púsl­un­um í að ná heil­um hjóla­stíg meðfram öll­um Bú­staðavegi, en enn eru smá kafl­ar eft­ir. Verða gatna­mót­in end­ur­hönnuð og verða ljós­a­stýrðar göngu- og hjóla­leiðir um gatna­mót­in á alla vegu. Guðbjörg seg­ir að gera megi ráð fyr­ir fram­kvæmd­um í sum­ar og að verkið klárist á ár­inu.

Gatna­mót­in við Bú­staðaveg og Háa­leit­is­braut verða end­ur­gerð á þessu ári. Teikn­ing/​Hnit

Rofa­bær

Að lok­um er það 400 metra kafli á Rofa­bæ, sem verður hluti af sam­tals 1,2 km aðskild­um göngu- og hjóla­stíg við göt­una, en sam­hliða er verið að gera Rofa­bæ að borg­ar­götu. Verður fyrsti kafl­inn, sem nú á að ráðast í, fyr­ir ofan Árbæj­ar­skóla. Guðbjörg seg­ir að trú­lega verði byrjað á þess­ari fram­kvæmd í ár, en koma eigi í ljós hvort skipta verði áfang­an­um upp á milli ára.

Heimild: Mbl.is