Framkvæmdir við stækkun höfuðstöðva Íslandsbanka á Kirkjusandi hefjast ekki fyrr en í fyrsta lagi á fyrri hluta næsta árs en þær áttu upphaflega að hefjast árið 2014. Ástæða seinkunarinnar er að vinna við deiliskipulag svæðisins hefur tafist. Ekki er vitað hvort breytingar verði á áformum bankans þegar ríkið eignast hann að fullu.