Home Fréttir Í fréttum 15 milljarða samdráttur í opinberum útboðum

15 milljarða samdráttur í opinberum útboðum

148
0
Mynd: mbl.is/Unnur Karen

Sam­kvæmt grein­ingu Sam­taka iðnaðar­ins eru áætlaðar fram­kvæmd­ir hins op­in­bera á þessu ári sam­tals 109 millj­arðar. Stór hluti þess­ara fram­kvæmda er kynnt­ur á Útboðsþingi sam­tak­anna sem nú fara fram. Er þetta sam­drátt­ur um 15 millj­arða miðað við það sem kynnt var á útboðsþingi í fyrra.

<>

Í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um seg­ir að sam­drátt­ur­inn sé áhyggju­efni og að þau telji mik­il­vægt að fjár­fest­ing í innviðaupp­bygg­ingu sé næg og viðhald innviða sinnt. Með því sé stoðum rennt und­ir hag­vöxt framtíðar­inn­ar.

„Því telja sam­tök­in mik­il­vægt að ekki sé dregið úr útboðum op­in­berra fjár­fest­inga á sviði innviða. Þvert á móti sé ástæða til að auka útboð fjár­fest­inga í innviðum og tryggja fram­gang efna­hags­lega arðbærra verk­efna á því sviði,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is