
Landsnet hyggst leggja Blöndulínu 3 frá Blöndustöð um Kiðaskarð niðri í Skagafirði og þaðan um Efribyggð, yfir Héraðsvötn og í mynni Norðurárdals og síðan meðfram núverandi línu um Öxnadalsheiði og Öxnadal til Akureyrar.
Þessi leið er aðalvalkostur endurtekins umhverfismats á línuleiðinni. Verði þetta niðurstaðan fer Blöndulína ekki um Vatnsskarð og hluta Eystribyggðar, eins og áformað var og gert ráð fyrir í eldra umhverfismati og gagnrýnt var af íbúum og landeigendum. Hins vegar er leiðin um Öxnadalsheiði á svipuðum slóðum og áður var áformað. Jarðstrengur er ekki talinn mögulegur.
Nanar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is