Home Fréttir Í fréttum Efni úr grunni við nýtt rannsóknahús NLSH notað í landfyllingar

Efni úr grunni við nýtt rannsóknahús NLSH notað í landfyllingar

227
0
Ánanaust. Mynd: NLSH.is

NLSH gætir þess að að draga eins og mögulegt er úr neikvæðum umhverfislegum áhrifum, það er meðal annars gert með þvi að nýta jarðefni með eins umhverfisvænum hætti og unnt reynist, segir Bergþóra Smáradóttir, verkefnastjóri á framkvæmdasviði NLSH.

<>

Jarðvinna fyrir byggingunni innifelur bæði uppgröft á lausum jarðvegi, sem og losun og uppgröft klapparefnis. Val á losunarstöðum nýtanlegs efnis byggist annars vegar á eftirspurn eftir efninu og hins vegar á nálægð losunarstaðar frá upptökum efnis.

Í tilfelli rannsóknahússins þá sóttist Reykjavíkurborg eftir að fá allt sprengt klapparefni í landfyllingu og grjótvarnargarða annars vegar við Ánanaust og hins vegar við Bryggjuhverfið við Sævarhöfða.

Fallist var á ósk Reykjavíkurborgar enda samræmist nálægð losunarstaðanna við upptökustað vel þeim markmiðum sem Nýr Landspítali hefur sett sér um takmörkun á umhverfisáhrifum.

Nýting á lausum uppgreftri er eðlilega ekki jafn eftirsóknarverð eins og klappargrjóts. Heimilaður losunarstaður fyrir lausan jarðveg er við Bolöldu og þangað var lausum jarðvegi frá rannsóknahúsi ekið. Magn á lausum jarðvegi var um 16.000 m3.

Við hjá NLSH erum ánægð með þetta samstarf við Reykjavíkurborg og að stuðla að umhverfislegri nýtingu á jarðefni, segir Bergþóra.

Heimild: NLSH.is