Home Fréttir Í fréttum Hús Norður­slóðar rísi á Sturlu­götu 9

Hús Norður­slóðar rísi á Sturlu­götu 9

162
0
Hús Norðurslóðar kemur til með að rísa í Vatnsmýrinni, gegnt aðalbyggingu Háskóla Íslands. VÍSIR/VILHELM

Borgarráð hefur samþykkt viljayfirlýsingu milli Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um ráðstöfun lóðarinnar á Sturlugötu 9 til Norðurslóðar, húss Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar.

<>

Húsnæðið verður helgað málefnum norðurslóða og það verður framtíðarheimili Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle.

Þurfi stofnunin ekki alla lóðina undir starfsemi sína verður henni skipt með eignaskiptasamningi.

Aðrir hlutar lóðarinnar verði nýttir fyrir klasa sem myndaður er af vísindafólki, verkefnum og fyrirtækjum á sviði sjálfbærni, umhverfis-, auðlinda-, náttúrufars- og loftslagsrannsókna.

Gert er ráð fyrir að sá klasi verði í nánum tengslum við starfsemi í Öskju, fyrirhugaða starfsemi í Norðurslóð og aðra starfsemi á svæði Háskóla Íslands og Vísindagarða.

Áður var gert ráð fyrir að Listaháskóli Íslands fengi lóðina undir starfsemi sína en nú hefur henni verið fundið framtíðarhúsnæði í Tollhúsinu.

Heimild: Visir.is