Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Samningar undirritaðir um rúmlega 410 milljóna kr. verkefni í nýjum leikskóla

Samningar undirritaðir um rúmlega 410 milljóna kr. verkefni í nýjum leikskóla

298
0

Samningar um innanhússfrágang í nýjum leikskóla, Garðasel, við Asparskóga 25 voru undirritaðir s.l. föstudag.

<>

Verkefnið er stórt og alls bárust fimm tilboð í verkið.

Akraneskaupstaður hefur nú samið við fyrirtækið E. Sigurðsson.

Verkið var boðið út af Batteríinu arkitektum ehf fyrir hönd Akraneskaupstaðar. Eins og áður segir átti E. Sigurðsson ehf lægsta tilboðið sem hljóðaði upp kr. 412.469.948.

Hafist verður handa um efnisöflun og aðra aðdrætti í næsta mánuði en vinna í húsinu hefst upp í byrjun árs 2022. Verklok eru áætluð í lok júlí 2022.

Heimild: Skagafrettir.is