Home Fréttir Í fréttum Daði stýrir HBH Byggir

Daði stýrir HBH Byggir

691
0
Daði Jóhannesson. Aðsend mynd

Verkfræðingurinn Daði Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri HBH Byggir.

<>

Daði Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri HBH Byggir, sem sérhæfir sig í sérsmíði á innréttingum, hurðum og húsgögnum.

Daði er með meistaragráðu í verkfræði og hefur áratuga reynslu af stjórnunarstörfum bæði á Íslandi og erlendis. Hann hefur áður starfað fyrir Microsoft, Rio Tinto Alcan, Green Energy Geothermal og Hringrás.

„Ég hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni. HBH Byggir hefur á að skipa ákaflega öflugum hópi starfsmanna sem sérhæfa sig í að framleiða hágæða vörur fyrir viðskiptavini sem gera ítrustu kröfur um glæsilega hönnun og framúrskarandi gæði,” er haft eftir Daða í fréttatilkynningu.

HBH Byggir er með verkstæði í Skógarhlíð 10 í Reykjavík og á Akranesi en alls starfa um 40 manns hjá fyrirtækinu.

Helstu viðskiptavinir HBH eru fyrirtæki í hótelrekstri, hátækniiðnaði, bankastarfsemi, verslunarrekstri og útgerð, svo og opinberar stofnanir en einnig einstaklingar sem gera miklar kröfur um gæði og vilja hátt þjónustustig.

Heimild: Vb.is