Home Fréttir Í fréttum Ekki við bankana að sakast

Ekki við bankana að sakast

74
0
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Jón Magnús Hann­es­son, hag­fræðing­ur hjá Seðlabanka Íslands, greindi út­lán til bygg­ing­ar­geir­ans í nýju tölu­blaði Vís­bend­ing­ar sem gefið er út af Kjarn­an­um nú á föstu­dag.

<>

Í þeirri grein­ingu hans kem­ur fram ný út­lán til fast­eigna­upp­bygg­ing­ar juk­ust ef eitt­hvað er á síðustu árum eða stóðu að minnsta kosti í stað.

Borið hef­ur á því í umræðu um upp­bygg­ingu fast­eigna í Reykja­vík und­an­farið að bank­arn­ir hafi hrein­lega skrúfað fyr­ir lán­töku til bygg­ing­ar­geir­ans.

Í tölu­blaði Vís­bend­ing­ar fyr­ir rúm­um tveim­ur vik­um var þessu haldið fram af rit­stjóra blaðsins og hef­ur Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri vísað til þeirr­ar full­yrðing­ar síðan þá.

Meðal ann­ars hef­ur hann þá sagt: „All­ir bank­arn­ir skrúfuðu bara fyr­ir.“

Rit­stjóri Vís­bend­ing­ar dreg­ur þó þessa full­yrðingu sína til baka í síðasta tölu­blaði og seg­ir þar: „Með nýj­um upp­lýs­ing­um á að end­ur­meta fyrri álykt­an­ir, jafn­vel þó það sé óþægi­legt.

Sam­kvæmt töl­un­um eru bank­arn­ir lík­lega ekki megin­á­stæða þess að nýj­ar fram­kvæmd­ir dróg­ust sam­an fyr­ir tveim­ur árum síðan, ekki frek­ar en lóðaskort­ur.“

Töl­urn­ar gefi skýra mynd
Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, seg­ir „allt út­lit fyr­ir“ að Dag­ur B. Eggerts­son þurfi að draga til baka orð sín þess efn­is að það sé fjár­mála­kerf­inu um að kenna að fram­kvæmd­ir hafi dreg­ist sam­an.

„Þetta hef­ur bara verið al­gjör­lega hrakið. Það þýðir held­ur ekki að kenna verk­tök­un­um um, þeir vilja bara byggja íbúðir sem mæta eft­ir­spurn og selj­ast,“ seg­ir Sig­urður.

Hann bend­ir þá máli sínu til stuðnings á könn­un sem sam­tök­in létu fram­kvæma fyr­ir ári meðal sinna fé­lags­manna í bygg­ing­ariðnaði.

„Þar kom skýrt fram að í þeirra huga stæði fram­boð á lóðum upp­bygg­ingu á hús­næðismarkaði fyr­ir þrif­um. Við höf­um ekki enn séð neinn hrekja það.“

Heimild: Mbl.is