Home Fréttir Í fréttum Bjarg mun byggja 60 íbúðir í Seláshverfi

Bjarg mun byggja 60 íbúðir í Seláshverfi

96
0
Seláshverfi. Þarna munu rísa fimm hús með 12 íbúðum og búsetukjarni, semsést efst til hægri á myndinni. Svæðið er sunnan við fjölbýlishús við Vindás. Tölvumynd/Landmótun

Borg­ar­ráð hef­ur samþykkt að út­hluta Bjargi íbúðafé­lagi fimm lóðum og bygg­ing­ar­rétti fyr­ir 60 íbúðir við Vindás-Brekkna­ás í Sel­ás­hverfi. Lóðirn­ar eru skammt fyr­ir ofan hest­húsa­byggðina í Víðidal.

<>

Björn Trausta­son, fram­kvæmda­stjóri Bjargs, seg­ir að fé­lagið sé að hefja und­ir­bún­ing hönn­un­ar á lóðunum og stefnt sé að því að fram­kvæmd­ir hefj­ist seinnipart næsta árs.

Veit­ur eiga eft­ir að hanna og koma fyr­ir stofn­lögn­um og einnig á borg­in eft­ir að hanna og leggja vegi.

Bjarg íbúðafé­lag er sjálf­seign­ar­stofn­un, stofnuð af ASÍ og BSRB. Fé­lagið er rekið án hagnaðarmark­miða og er ætlað að tryggja tekju­lág­um fjöl­skyld­um á vinnu­markaði aðgengi að ör­uggu íbúðar­hús­næði í lang­tíma­leigu.

Í bygg­ingu eru 324 íbúðir

Nú eru 522 íbúðir full­bún­ar og komn­ar í leigu á veg­um Bjargs. Í bygg­ingu eru 324 íbúðir og aðrar 284 eru í und­ir­bún­ingi. Alls eru þetta 1.130 íbúðir.

Björn seg­ir að 14% íbúða Bjargs séu utan höfuðborg­ar­svæðis­ins og að fé­lagið eigi í viðræðum við fleiri sveita­fé­lög en Reykja­vík um upp­bygg­ingu.

Í bréfi skrif­stofa borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara, sem lagt var fyr­ir borg­ar­ráð, kem­ur fram að heim­ilað bygg­ing­ar­magn við Vindás-Brekkna­ás sé sam­tals 1.350 fer­metr­ar inn­an hverr­ar lóðar.

Heild­ar­bygg­ing­ar­magn er sam­tals 6.750 m2 of­anj­arðar. Samþykkið er háð því skil­yrði að Bjarg sæki um og hljóti stofn­fram­lag á grund­velli laga.

Fyr­ir bygg­ing­ar­rétt­inn eru greidd­ar 45.000 kr. pr. fer­metra sem er verð bygg­ing­ar­rétt­ar fyr­ir hús­næðis­fé­lög sem rek­in eru án hagnaðarsjón­ar­miða.

Bjarg mun greiða 303.750.000 kr. fyr­ir bygg­ing­ar­rétt of­anj­arðar. Gatna­gerðar­gjöld lóðar­inn­ar eru 89.572.500 kr. Sam­tals greiðir Bjarg 393.322.500 kr. fyr­ir bygg­ing­ar­rétt og gatna­gerðar­gjöld.

Hluta bygg­ing­ar­rétt­ar verður skulda­jafnað á móti 12% stofn­fram­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar sem veitt er á grund­velli laga.

Við Vindás-Brekkna­ás munu Fé­lags­bú­staðir byggja bú­setukjarna fyr­ir sex fatlaða íbúa ásamt stoðrým­um. Íbúar munu njóta þjón­ustu all­an sól­ar­hring­inn. Stærð húss­ins verður 600 fer­metr­ar.

Heimild: Mbl.is