Home Í fréttum Niðurstöður útboða Buðu lægst í framkvæmdir við gervigrasvelli

Buðu lægst í framkvæmdir við gervigrasvelli

390
0
Svæði Þrótt­ar í Laug­ar­dal. Ljós­mynd/​Face­book-síða Þrótt­ar

Inn­kaupa- og fram­kvæmdaráð Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur samþykkt er­indi um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs um að til­boði fyr­ir­tæk­is­ins Metatron í útboði vegna fram­kvæmda við gervi­grasvelli Þrótt­ar í Laug­ar­dal verði tekið.

<>

Til­boð í verkið voru opnuð 7. októ­ber. Tvö til­boð bár­ust, ann­ars veg­ar frá Metatron upp á 83,4 millj­ón­ir króna, og hins veg­ar frá Raf og tækni­lausn­um upp á 131 millj­ón króna

„Lægst­bjóðandi hef­ur staðist fjár­hags­skoðun inn­kaupa­skrif­stofu Reykja­vík­ur­borg­ar og tækni­legt mat skrif­stofu fram­kvæmda og viðhalds,“ seg­ir í bréfi inn­kaupa- og tækni­ráðs.

Um er að ræða fram­kvæmd­ir við nýja gervi­grasvelli í Laug­ar­dal ásamt end­ur­bót­um á aðal­velli Knatt­spyrnu­fé­lags­ins Þrótt­ar.

Heimild: Mbl.is