Taílensk kona skar á öryggisreipi hjá málurum sem voru við vinnu á 26. hæð háhýsisins þar sem hún býr. Mennirnir héngu í tugi metra hæð yfir jörðunni þangað til þeim var bjargað af pari í byggingunni.
Konan hefur verið ákærð með tilraun til manndráps og eignaskemmdir. Hún vildi ekki segja hvers vegna hún skar á reipið en tælenskar fréttastofur segja að hún hafi verið ósátt með að mennirnir væru við vinnu þennan daginn. Hún hafi ekki séð tilkynninguna.
Einn málaranna, maður frá Myanmar að nafni Song, segir að hann og tveir vinir hans hafi hafist handa á 32. hæð og farið niður á 26. hæð til að gera við sprungu í vegg háhýsisins. Einn mannanna varð eftir á 32. hæð til að styðja við reipið.
Konan var sjálf á 21. hæð og hallaði sér út um gluggann sinn til að skera á reipið. Mennirnir fundu fyrir því að reipið var þyngra en venjulega og sáu hvað var að ske. Þeir reyndu þá án árangurs að ná sambandi við fólk í íbúðinni fyrir framan þá.
Praphaiwan Setsing, annar íbúi háhýsisins, tókst að bjarga mönnunum að lokum en hún segir að breskur eiginmaður hennar hafi séð að mennirnir væru augljóslega í vanda.
Heimild: Frettabladid.is