Niðurstöður í hugmyndasamkeppni um Ásabyggð á Ásbrú voru kynntar föstudaginn 30. október 2015. Félagið Háskólavellir hf. (nú Ásabyggð ehf.) í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efndi til hugmyndasamkeppni um breytt skipulag og nýtt heildaryfirbragð byggðar og bygginga á íbúðasvæði félagsins á Ásbrú í Reykjanesbæ. Dómnefnd skipuðu Harpa Stefánsdóttir arkitekt FAÍ, Þráinn Hauksson landslagsarkitekt FÍLA og Samúel Torfi Pétursson verkefnisstjóri VFÍ. Alls bárust sex tillögur í keppnina.
1. verðlaun hlaut tillaga nr. 1
Höfundar: A2F arkitektar, Baark og Landmótun.
Hönnunarteymi: Aðalheiður Atladóttir, arkitekt FAÍ, A2F arkitektar Anders Møller Nielsen, arkitekt MAA FAÍ, Baark Falk Kruger, arkitekt HAK, A2F arkitektar Þórhildur Þórhallsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA.
Aðstoð: Phillipp Schwan, starfsnemi, A2F arkitektar
2. verðlaun hlaut tillaga nr. 5 höfunar:
Höfundar: VA arkitekta
Hönnunarteymi: Anna Sigríður Jóhannsdóttir arkitekt FAÍ, Bjarki Gunnar Halldórsson arkitekt FAÍ, Helena Björgvinsdóttir arkitekt FAÍ, Indró Indriði Candi arkitekt FAÍ og Sigurður Björgúlfsson arkitekt FAÍ.
3. verðlaun hlaut tillaga nr. 2
Höfundur: Anna Björg Sigurðardóttir
Heimild: AÍ.is