Home Fréttir Í fréttum Fram­kvæmdir hefjast í Fann­borg á næsta ári

Fram­kvæmdir hefjast í Fann­borg á næsta ári

134
0
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi telur að ekki hafi verið hlustað á raddir íbúa við uppbyggingu á Fannborgarreitnum Fréttablaðið/Valli

Meirihluti bæjarráðs Kópavogs samþykkti í gær samkomulag við Árkór vegna umdeildrar uppbyggingar á Fannborgarreit. Bæjarfulltrúi Samfylkingar segir misráðið að ekki hafi verið hlustað á fólkið á svæðin.

<>

Það er auðvitað óheppilegt að vera að skipuleggja miðbæ í beinni andstöðu við langflesta íbúa miðbæjarins,“ segir Pétur H. Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi.

Bæjarráðið samþykkti í gær samkomulag sem felur í sér að félagið , sem keypti byggingar í eigu bæjarins á reitnum, geti byggt allt að 270 íbúðir auk atvinnuhúsnæðis.

Það bætist við um 200 íbúðir og atvinnuhúsnæði á svæðinu. Byggingarnar mega vera á allt að tólf hæðum.

Eigendur núverandi fasteigna hafa harðlega mótmælt áformunum af margvíslegum ástæðum. „Það sýnir að þetta er misráðið því íbúarnir eru afar óánægðir með þessa niðurstöðu,“ segir Pétur.

Í samkomulaginu segir að framkvæmdirnar hefjist á síðari hluta næsta árs og að þeim verði lokið áður en 2025 er á enda.

Um sé að ræða „gríðarlega umfangsmikið þéttingarverkefni“ og því verði tímaáætlanir að halda og samskiptin við þá sem fyrir eru að vera góð.

Takmarka skuli ónæði og tilkynna um sprengingar og fleyganir með góðum fyrirvara.Kveðið er á um það að bærinn hafi kauprétt að allt 4,5 prósentum íbúðanna og að minnst 15 til 20 prósent íbúðanna verði ætluð fyrir þá sem eru að kaupa fyrstu íbúð.

„Er hér lögð áhersla á litlar og hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði sem fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðnum hafi raunverulegan möguleika á að kaupa.“Þá segir að minnst 5 prósent íbúða verði að uppfylla skilyrði hlutdeildarlána.

Gert er ráð fyrir bílastæðahúsi með gjaldskyldu. Útfærð verði sérstök íbúakort fyrir bílastæðahúsið. Ákvæði er um að Árkór verði að tryggja aðgengi að svæðinu og kosta stýringu á framkvæmdatímanum.

Pétur segir söluna til Árkórs hafa verið mistök. „Kópavogsbær hafði alla þræði í hendi sér til að skipuleggja og byggja upp miðbæinn sjálfur,“ segir hann en kveðst ekki vita hvað meirihlutanum hafi gengið til. „Ætli það sé ekki ofurtrú Sjálfstæðisflokksins á einkaframtakinu?“

Heimild: Frettabladid.is