Home Fréttir Í fréttum Næstu hús hristust þegar strengur fór í sundur

Næstu hús hristust þegar strengur fór í sundur

163
0
Næstu hús hristust og hár hvellur varð í morgun er skurðgrafa tók í sundur rafmagnsstreng á Snorrabraut í Reykjavík.
Það sáust blossi og reykur, samkvæmt sjónarvottum. Rafmagnslaust varð í miðbænum, Skerjafirði og á Hlíðarenda í um hálftíma.

Domus Medica og Blóðbankinn eru þarna í næsta nágrenni. Að sögn Hönnu Láru Sveinsdóttur, skrifstofustjóra Domus Medica, þá heyrðist hvellur og það kom smá högg á húsið.

<>

Rafmagnslaust varð í Domus Medica en þar eru fjölmargar læknastofur. Hanna Lára segir að það hafi ekki komið að sök þar sem rafmagnsleysið hafi varað í stuttan tíma.

Að sögn Sveins Guðmundssonar, yfirlæknis Blóðbankans, hafði rafmagnsleysið ekki áhrif á starfsemina. Þar hafi alla tíð verið vararafstöð og hún hafi farið strax í gang.

Um hálftíma eftir óhappið var tilkynnt á vef Veitna að rafmagn væri komið á víðast hvar, nema í nokkrum húsum við Egilsgötu, Barónsstíg og Snorrabraut.

Ekki hafa borist fregnir af því að neinn hafi slasast.

Heimild: Ruv.is