Framkvæmdir eru hafnar við nýja íbúðabyggð á lóðinni Furugerði 23, skammt frá Bústaðavegi og Grensásvegi.
Þarna munu rísa tvö 10 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum og 10 íbúða raðhús á tveimur hæðum með sameiginlegan bílakjallara.
Á umræddri lóð stóðu áður gróðurhús og byggingar sem tilheyrðu gróðrarstöðinni Grænuhlíð.
Íbúar við Furugerði og nágrenni hafa frá upphafi mótmælt því að uppbygging á lóðinni yrði svo umfangsmikil sem raun varð á.
Töldu þeir að breytt deiliskipulag muni raska alvarlega hagsmunum íbúa í nágrenninu.
Heimild: Mbl.is