Home Í fréttum Niðurstöður útboða Fimm tilboð bárust í stórt verkefni við nýja leikskólann við Asparskóga

Fimm tilboð bárust í stórt verkefni við nýja leikskólann við Asparskóga

647
0

Í dag voru tilboð opnuð í framkvæmdir við innanhússfrágang í nýjum leikskóla við Asparskóga 25, Akranesi.

<>

Verkið nær til innanhússfrágangs, smíði og uppsetningar innréttinga, ásamt lögnum og raflögnum sem tengjast innanhússfrágang.

Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar við verkefnið var rétt rúmlega 376 milljónir kr.

Heildarstærð byggingar er 1565,3 m² og 5607 m³

Alls buðu fimm fyrirtæki í verkefnið og voru öll tilboðin yfir kostnaðaráætlun.

Fyrirtækið E.Sigurðsson bauð lægst eða rétt tæplega 418 milljónir kr sem er um 11% yfir kostnaðaráætlun.

Hin fjögur tilboðin voru á bilinu 430-499 milljónir kr. og voru Skagafyrirtækin SF Smiðir og Skagaver á meðal fyrirtækja sem buðu í verkið.

Í útboðsgögnum kemur m.a. fram að verktaki skal setja upp innveggi, smíða og koma fyrir innihurðum og innigluggum, sjá um frágang gólfa, lofta, handriða, lyftu og málningarvinnu.

Verktaki einnig annast smíði og uppsetningu fastra innréttinga og búnaðar.

Ennfremur skal verktaki leggja hita- og fráveitu- og neysluvatnslagnir í bygginguna, annast uppsetningu og frágang rafkerfa og lýsingar.

Helstu stærðir:

  1. hæð 966,6 m²
    2. hæð 552,4 m²
    3. hæð 46,3 m²

Heimild: Skagafrettir.is