Home Fréttir Í fréttum Íbúðarverð mun líklega hækka áfram til 2017

Íbúðarverð mun líklega hækka áfram til 2017

70
0

Íbúðaverð um koma til með að hækka um rúm átta prósent á þessu ári, annað eins á því næsta og um 7,5 prósent árið 2017. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.

<>

Í skýrslunni kemur fram að íbúðaverð hafi hækkað mest á höfuðborgarsvæðinu og á Vestfjörðum eða um rúm fjörutíu prósent á fyrrnefnda svæðinu en 36,5% á þeim síðarnefnda. Verðið hefur hins vegar hækkað minnst á Suðurnesjum eða um 4,5%.

Dýrustu fjölbýlin eru í 101 Reykjavík og kostaði fermetrinn þar um 421 þús. kr. að meðaltali fyrstu þrjá fjórðunga ársins 2015 og hefur fermetrinn á þessu svæði hækkað mest allra svæða á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2010 eða um rúm 62%. Næst dýrasta hverfið er svo póstnúmer 107 en þar er fermetraverðið um 363 þús. kr. Ódýrustu fjölbýlin eru í póstnúmerunum 111 og 109 þrátt fyrir að þau hverfi hafi hækkað hvað mest á árinu.

Frá árinu 2009 hefur hlutfall fyrstu kaupenda verið að aukast og fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 2015 voru tæplega 23% kaupsamninga fyrstu kaup, sem er um 15 prósentustigum hærra en meðaltalið á árinu 2009. Hangir þetta saman við batnandi eiginfjárstöðu en allir aldurshópar á voru á árinu 2014, í fyrsta skiptið eftir hrun, með jákvætt eigið fé að meðaltali á mann.

Heimild: Vísir.is