Afhending viðurkenningar fór fram í slökkvistöðinni, Mosfellsbæ, síðastliðinn föstudag, 23. október og afhenti forseti Íslands verðlaunin sem veitt voru nýbyggingu slökkviliðsins í Mosfellsbæ og þeim sem komið hafa að lagnaverki byggingarinnar.
Byggðaþróun undanfarinna ára hefur stækkað þjónustusvæði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) töluvert og gert það að verkum að útkallstíminn hefur ekki verið nægilega góður á tilteknum svæðum. Með byggingu þessarar nýju stöðvar í Mosfellsbæ styttist viðbragðstími slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í austurhluta svæðisins sem gerir sveitarfélögunum kleift að veita betri grunnþjónustu. Stöðin er því mjög vel staðsett með tilliti til útkalla.
Verkís annaðist alla verkfræðihönnun þessa verkefnis utan hönnun burðavirkja.
Arkitekt: Sigurður Hallgrímsson hjá Arkþingi
Heimild: Verkís.is