Home Fréttir Í fréttum Við­reisn einn flokk­a vill ekki á­fram­hald á Allir vinn­a

Við­reisn einn flokk­a vill ekki á­fram­hald á Allir vinn­a

105
0
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Fréttablaðið/Eyþór

Viðreisn, einn flokka af átta, er ekki með áform á næsta kjörtímabili að framlengja átakið Allir vinna.

<>

Þetta kemur fram í niðurstöðum spurningakönnunar sem lögð var fyrir þá flokka sem tóku þátt í kosningafundi Samtaka iðnaðarins Hörpu fyrir skömmu.

Verkefnið, sem var hrundið af stað eftir bankahrunið, var endurvakið þegar kórónuveirufaraldurinn breiddist yfir heiminn til að stemma stigum við samdrætti í efnahagslífinu.

Átakið allir vinna felur í sér að landsmenn fá allan virðisaukaskatt endurgreiddan af vinnu við hönnun, byggingu, endurbótum og viðhaldi á húsnæði og sumarbústöðum, umhirðu húsnæðis, bílaviðgerðir og heimilisaðstoð. Verkefnið gildir út árið 2021.

Sveitarfélög fá líka endurgreiðslu virðisaukaskatts við uppbyggingu fasteigna í þeirra eigu og þau ættu því að nýta tækifærið núna.

„Samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga um ástand og framtíðarhorfur innviða landsins eiga sveitarfélögin um 1.900 fasteignir sem eru um 453 milljarða króna virði og um 5.500 félagslegar íbúðir sem eru um 160 milljarða króna virði.

En talið er að uppsöfnuð viðhaldsþörf á fasteignum sveitarfélaga sé um 25 milljarðar króna.

Þannig að „Allir vinna“ átakið býður upp á gríðarleg tækifæri fyrir sveitarfélög til að sinna nýbyggingum og nauðsynlegu viðhaldi á sínum fasteignum,“ hefur Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs hjá Samtökum Iðnaðarins sagt í viðtali við Fréttablaðið.

Heimild:Fréttablaðið.is