Home Fréttir Í fréttum Jáverk kaupir nýjan Grove GMK5150L-1 bílkrana

Jáverk kaupir nýjan Grove GMK5150L-1 bílkrana

294
0
Mynd: Kraftvélar
Í síðustu viku fengu Jáverk afhentan nýjan Grove GMK5150L-1 bílkrana sem var sérpantaður fyrir þá.
Kraninn er gífurlega vel útbúinn með hámarks lyftigetu 150 tonn og drifinn áfram með 530 hö Mercedes Benz mótor og Mercedes skiptingu.
Aukabúnaðarpakkinn í kranann er líka veglegur og má þar helst nefna auka spil, heavy duty jib, þráðlaus fjarstýring til að vinna utan ökumannshússins og 270° bird view myndavélakerfi svo fátt eitt sé nefnt.
Jáverk var stofnað árið 1992 og ætti að vera flestum landsmönnum kunnugt fyrirtæki enda öflugt, áreiðanlegt og metnaðarfullt verktakafyrirtæki sem starfar á útboðsmarkaði og í eigin verkum ásamt því að reka öfluga krana- og flutningaþjónustu sem tekur að sér allar gerðir hífinga- og flutningaverkefna.
Nýi kraninn er góð viðbót í flotann hjá Jáverk þar sem fyrir voru þrír Grove bílkranar.
Eru Jáverk því núna komnir með fjóra Grove bílkrana í sinn rekstur.
Mynd: Kraftvélar
Á myndinni fyrir ofan má sjá (frá vinstri) Viktor Karl Ævarsson frá Kraftvélum, Kristján I. Vignisson, yfirmann krana- og flutningaþjónustu Jáverks, Þórarinn Einarsson, kranastjóra nýja kranans hjá Jáverk og að lokum Jan Harmuth frá Grove verksmiðjunni sem kom til landsins í þeim tilgangi að afhenda kranann.