Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja á síðastliðinn mánudag var tekið fyrir deiliskipulag vegna Hvítingavegar og Skólavegar.
Fram kemur í fundargerðinni að skipulagsfulltrúi hafi kynnt drög að skilmálum fyrir nýjar lóðir við Hvítingaveg og við Skólaveg.
Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið feli starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna tillöguna áfram og í framhaldinu kynna hana.
Hér má sjá plaggið sem skipulagsfulltrúi kynnti.
Heimild: Eyjar.net