Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Vegna framkvæmda við Bústaðaveg

Vegna framkvæmda við Bústaðaveg

187
0
Samkvæmt verkáætlun verður beygjuakrein inn á Bústaðaveg þegar ekið er til norðurs laus við allar þrengingar í fyrstu viku september.

Verklok eru áætluð í október.

<>

Við mislæg vegamót Kringlumýrarbrautar og Bústaðavegar standa nú yfir framkvæmdir sem felast í breytingu á aksturs-, hjóla- og gönguleiðum.

Tilgangur framkvæmdanna er að auka umferðaröryggi og afkastagetu vegamótanna.

Breyting verður á umferðarljósum og akstursferlum yfir brúna, ásamt lengingu hægri beygjureinar þegar ekið er norður Kringlumýrarbraut inn á Bústaðaveg til austurs.

Við rampa norðan Bústaðavegar og vestan Kringlumýrarbrautar verður sameiginlegum göngu- og hjólastíg breytt í aðskilið stígakerfi með göngustíg og tvístefnu hjólastíg í svipaðri mynd og aðliggjandi stígakerfi við Kringlumýrarbraut og Bústaðaveg.

Kort sem sýnir framkvæmdasvæðið við Bústaðaveg.

Einnig verður gangstétt eftir brúnni að norðanverðu breikkuð til að auka pláss fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Lýsing við göngu- og hjólaleiðir verður einnig bætt, sem mun auka öryggi hjólandi og gangandi vegfarenda.

Samkvæmt verkáætlun verður beygjuakrein inn á Bústaðaveg þegar ekið er til norðurs laus við allar þrengingar í fyrstu viku september.

Vinnu við brú verður lokið í annarri viku september og umferðarflæði þá komið í eðlilegt horf. Unnið verður við ýmsan yfirborðsfrágang og hreinsun framkvæmdasvæðisins til verkloka sem eru samkvæmt verksamningi 7. október 2021, sú vinna á ekki að hafa áhrif á umferð né umferðaröryggi.

Heimild: Vegagerðin.is