Home Fréttir Í fréttum Mat á vatnstjóninu komið vel á veg

Mat á vatnstjóninu komið vel á veg

69
0
Matsskýrsla um umfang tjónsins er komin vel á veg en þó ekki tilbúin. Heimildir mbl.is herma að uppi sé ágreiningur um hver skuli bera tjónið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mat á um­fangi vatns­tjóns sem varð í HÍ í janú­ar er vel á veg komið en þó ekki til­búið. Hvorki frest­ur né tíma­mörk voru sett á af­hend­ingu þess, að sögn Erlu Tryggva­dótt­ur, sam­skipta­stjóra VÍS.

<>

Ekki er út­lit fyr­ir að kennsla, í því hús­næði sem verst fór úr lek­an­um, hefj­ist fyrr en á vormiss­eri 2022 vegna vatns­tjóns sem varð í HÍ í janú­ar þegar 50 ára göm­ul vatns­lögn gaf sig. Tjónið sem varð gæti hljóðað upp á hundruð millj­óna króna.

Von­ir stóðu til um að mats­skýrsl­ur myndu ber­ast í sum­ar en ekk­ert ból­ar á þeim enn, svo viðgerðir drag­ast á lang­inn.

Erla Tryggva­dótt­ir, sam­skipta­stjóri VÍS. Ljós­mynd/​Aðsend

Ágrein­ing­ur um bóta­ábyrgð
Ekki er búið að stefna í mál­inu en sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er uppi ágrein­ing­ur um hver skuli bæta tjónið – tekn­ar hafa verið skýrsl­ur vegna lek­ans af full­trú­um Veitna, VÍS, Mann­vits, SS Verktaks, TM trygg­inga og Varðar trygg­inga. Erla seg­ir að ekki sé búið að taka af­stöðu til bóta­skyldu eða stefna í mál­inu:

Fer málið fyr­ir dóm­stóla?

„Nei, það er ekki búið að stefna í mál­inu.“

Eruð þið búin að taka af­stöðu til þess hverj­um beri að greiða tjónið?

„VÍS hef­ur ekki tekið af­stöðu til bóta­skyldu.“

Heimild: Mbl.is