Home Fréttir Í fréttum Taconic Capital lánar fjóra milljarða til lúxushótelsins við Hörpu

Taconic Capital lánar fjóra milljarða til lúxushótelsins við Hörpu

165
0
Mynd: frettabladid.is

Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem var stærsti hluthafi Arion banka um nokkurt skeið, kom að fjármögnun félagsins Cambridge Plaza Hotel Company, sem stendur að byggingu fimm stjörnu Marriot Edition-hótels sem er að rísa við Hörpu í Austurhöfn, á vormánuðum þessa árs.

<>

Framkvæmdafjármögnunin er til skamms tíma í formi brúarláns að fjárhæð 32,6 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega fjórir milljarðar íslenskra króna, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Sú leið var talin ákjósanlegri fremur en að núverandi hluthafar, sem eru að stærstum hluta íslenskir fjárfestar, legðu til enn meira eiginfjárframlag inn í verkefnið sem hefur tafist nokkuð vegna kórónafaraldursins og kostnaður því aukist.

Í árslok 2019, sama ár og upphaflega stóð til að hótelið myndi opna, var kostnaður við framkvæmdirnar áætlaðar um 20 milljarðar króna.

Ráðgert er nú að hótelið muni opna undir lok þessa árs en það er alls um 17 þúsund fermetrar að stærð og herbergin verða yfir 250 talsins.

Félagið Mandólín er stærsti hluthafinn sem kemur að hótelverkefninu við Hörpu með 70 prósenta hlut en eigendur þess eru íslenskir lífeyrissjóðir, tryggingafélög ásamt ýmsum einkafjárfestum.

Eftirstandandi 30 prósenta hlutur í félaginu sem heldur utan um byggingu hótelsins er í eigu bandaríska fasteignaþróunarfélagsins Carpenter & Company en á meðal hluthafa þess er Eggert Dagbjartsson fjárfestir.

Vogunarsjóðurinn Taconic, sem seldi allan 24 prósenta hlut sinn í Arion banka á fyrstu þremur mánuðum ársins, kom einnig að fjármögnun á skuldsettri yfirtöku félagsins Strengs, sem hjónin Ingibjörg Pálmadóttur og Jón Ásgeir Jóhannesson og Sigurður Bollason fara meðal annars fyrir, á Skeljungi í byrjun ársins, eins og Markaðurinn hefur áður upplýst um.

Heimild: Frettabladid.is