Home Fréttir Í fréttum Hætta að byggja vegna skjálftahættu

Hætta að byggja vegna skjálftahættu

297
0
Mybd: mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Hús­næðis­sam­vinnu­fé­lagið Bú­festi hsf. hef­ur rift samn­ingi sín­um við Fa­kta­brygg ehf. um bygg­ingu raðhúsa á Húsa­vík, þar sem í ljós kom að jarðskjálfta­vörn­um í hús­un­um var ábóta­vant. Viku­blaðið grein­ir frá.

<>

Húsa­vík stend­ur á einu virk­asta jarðskjálfta­belti lands­ins og því kröf­ur um jarðskjálfta­varn­ir strang­ari en víða ann­arsstaðar á land­inu.

Gert var ráð fyr­ir að tvö raðhús, hvort um sig með sex íbúðum, yrðu til­bú­in til af­hend­ing­ar í lok janú­ar 2021 en síðastliðið haust kom í ljós að jarðskjálfta­vörn­um í hús­næðinu var ábóta­vant – ekki var hægt að setja stál­bita í hús­in þar sem búið var að koma fyr­ir lím­tré.

Kostnaður vegna breyt­ing­ana hleyp­ur á tug­um millj­óna en bú­festi hef­ur sam­kvæmt samn­ingi greitt Fa­kta ehf. eft­ir fram­vindu.

Þá seg­ir í um­fjöll­un Viku­blaðsins að greiðslur hafi ekki skilað sér til und­ir­verk­taka, sem lögðu niður störf fyr­ir tæp­um tveim­ur mánuðum. Hús­in standi því enn ókláruð.

Ekki náðist í Ei­rík H. Hauks­son fram­kvæmda­stjóra Bú­festa við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

Neimild: Mbl.is