Vegagerðin óskar eftir tilboðum í verkið: Uppsetning vegriða á Norðursvæði 2021.
Um er að ræða uppsetningu á vegriðum á austursvæði Vegagerðarinnar.
Verkinu skal lokið 31. desember 2021.
Helstu magntölur eru:
– Víravegrið (fláavegrið), efni og uppsetning: 4.697 m
– Víravegrið (kantvegrið), efni og uppsetning 720 m
– Bitavegrið, uppsetning: 1.240 m
Verki skal að fullu lokið 31. desembr 2021.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 26. júlí 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 10. ágúst 2021.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.