Hafnarstjórn Grindavíkur óskar eftir tilboðum í viðgerð á Kvíabryggju og smíði stormpolla ásamt stagi og toghlera.
Helstu verkþættir eru:
· Endurnýja u.þ.b. 420 m² af furu bryggjudekki,
· Endurnýja u.þ.b. 60 m af kanttré og langböndum
· Endurnýja u.þ.b. 10 skástífur og 3 stiga
· Reka viðbótar staura u.þ.b. 7 stk
· Smíði, steypa og uppsetning á einum 100 tonna stormpolla ásamt stagi og toghlera.
Verkinu í heild skal lokið eigi síðar en 15. desember 2021.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 26. júlí 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 17. ágúst 2021.
Sérstakur opnunarfundur verður ekki haldinn, en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildar tilboðsupphæð.
Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.