Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Tóku tilboði Háfells ehf.

Tóku tilboði Háfells ehf.

500
0
Byggt á spítalalóðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýr Land­spít­ali ohf. hef­ur tekið til­boði Há­fells ehf. í jarðvinnu á rann­sókna­húsi sem er ein fjög­urra ný­bygg­inga spít­al­ans.

<>

Til­boðið var 96,4 pró­sent af kostnaðaráætl­un eða rúm­ar 164 millj­ón­ir. Í rann­sókna­hús­inu sam­ein­ast öll rann­sókn­a­starf­semi spít­al­ans á einn stað, svo sem meina­fræði, rann­sókna­kjarni, klín­ísk líf­efna­fræði og blóðmeina­fræði, sýkla- og veiru­fræði auk Blóðbank­ans.

Þar verður einnig lík­hús, krufn­ing og aðstaða fyr­ir rétt­ar­meina­fræði. Gert er ráð fyr­ir að jarðvinna hefj­ist síðar í sum­ar og að henni ljúki í upp­hafi árs 2022.

Fjór­ir hóp­ar í for­vali

Þá voru þátt­töku­til­kynn­ing­ar opnaðar hjá Rík­is­kaup­um í gær í for­val vegna fullnaðar­hönn­un­ar á húsi heil­brigðis­vís­inda­sviðs Há­skóla Íslands á Hring­braut­ar­svæðinu, sem er hluti af upp­bygg­ingu á nýj­um Land­spít­ala.

Ný­bygg­ing­in verður um 6.600 fer­metr­ar og gert er ráð fyr­ir að öll starf­semi heil­brigðis­vís­inda­sviðs flytj­ist þangað.

Fjór­ir hóp­ar til­kynntu sig inn í for­val­inu en þeir eru leidd­ir af fyr­ir­tækj­un­um Arkþing Nordic, Corp­us3, Mann­vit og Verkís. NLSH og Há­skóli Íslands fara nú yfir til­kynn­ing­arn­ar og birta niður­stöðu um miðjan ág­úst um hæfni hóp­anna til að taka þátt í lokuðu útboði, sem gert er ráð fyr­ir að verði opnað í októ­ber.

Heimild: Mbl.is