Hönnun verkefnisins í Keflavík lauk fyrir síðustu helgi, en hún hefur staðið yfir frá því í september 2020.
En jarðvinna hófst 9. mars á þessu ári og er búið að fjarlægja 120.000 rúmmetra af grjóti og öðrum jarðvegi, en flytja inn 100.000 rúmmetra af efni til malbikunnar.
Áætlað er að malbika 2.000 fermetra á dag í sumar, þegar mest lætur, til að tryggja að steypuvinna (35.000 rúmmetrar) klárist fyrir vetur.
Verkefnið nemur 40.000.000 USD og unnið er fyrir Bandarísku ríkisstjórnina.
Verkefnið snýst um að byggja 70.000 fermetra steyptan lendingastað, 40.000 fermetra tímabundið gistiskýli fyrir 500 hermenn, 10.000 fermetra lendingarstöð fyrir hættulegan farangur og akbraut á milli.
Stefnt er að öllu verkinu verði lokið fyrir nóvember 2022.
Heimild: IAV.is